FRÉTT ÝMISLEGT 24. MARS 2023

Hagstofa Íslands hefur undirritað samkomulag um samstarf við embætti landlæknis en með samkomulaginu er stefnt að því að bæta samstarf stofnananna á sviði hagskýrslugerðar.

Embætti landlæknis mun, sem viðurkenndur opinber hagskýrsluframleiðandi, framleiða opinbera tölfræði á sviði lýðheilsu og heilbrigðisþjónustu og mun Hagstofan styðja við framleiðsluna þannig að hún uppfylli meginreglur í evrópskri hagskýrslugerð.

Markmið samstarfsins er að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og miðla hagtölum sem byggja á umræddum skuldbindingum með viðeigandi hætti til notenda.

Hrafnhildur Arnkelsdóttir hagstofustjóri og Alma Möller landlæknir undirrita samkomulagið.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.