FRÉTT ÝMISLEGT 11. MAÍ 2015

Notendakönnun Hagstofa Íslands var framkvæmd í febrúar og mars á þessu ári og mældist ánægja notenda með stofnunina 6,6 á kvarðanum 0-10. Það er nokkru lægra en mælingar áranna 2009 og 2013. Ánægðastir notenda voru annars vegar þeir sem notuðu opinberar hagtölur sem áhugamál og hins vegar þeir sem notuðu opinberar hagtölur í starfi sínu hjá opinberum stofnunum. Ánægja notenda með einstaka efnisflokka stjórnaðist fyrst og fremst af því hversu vel útgefnar hagtölur uppfylltu þarfir þeirra, hversu fljótt hagtölur voru gefnar út og hversu auðvelt var að lesa úr þeim. Niðurstöður könnunarinnar verða meðal annars nýttar í stefnumótunarvinnu Hagstofunnar.

Notendakönnun Hagstofu Íslands 2015

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.