FRÉTT ÝMISLEGT 17. APRÍL 2023

Samstarfshópur Hagstofu Íslands, forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins skilaði nýlega af sér skýrslu þar sem settar eru fram tillögur um framkvæmd tímarannsóknar á Íslandi.

Tímanotkunarrannsóknir mæla hvernig fólk ver tíma sínum. Rannsóknir beinast að deginum öllum og er horft til þess hversu miklum tíma fólk ver í ólíkar athafnir. Eins og til dæmis launaða vinnu, heimilis- og umönnunarstörf, félagslíf og tómstundir. Þær geta þannig verið mikilvæg auðlind við mat á kynjajafnrétti og varpað ljósi á kynjuð mynstur ólaunaðra heimilis- og umönnunarstarfa.

Fyrirhugað er að íslenska tímarannsóknin (ÍS-T) verði framkvæmd á Íslandi á þriðja ársfjórðungi 2023 og niðurstöður verði birtar í byrjun árs 2024. Er verkefnið meðal annars undirbúningur fyrir lögbundna tímanotkunarrannsókn innan evrópska hagskýrslusamstarfsins sem gert er ráð fyrir að verði lögð fyrir 2029.

Frétt á vef forsætisráðuneytisins

Skýrslan í heild

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.