Árið 2012 voru 1.112 gjaldþrot hér á landi og fækkaði um tæp 30% frá árinu áður. Flest gjaldþrot voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.
Þessar upplýsingar má finna í Landshögum 2013, hagtöluárbók Hagstofu Íslands, sem kemur út í dag, mánudaginn 25. nóvember. Landshagir eru lykilrit um opinbera hagskýrslugerð á Íslandi og er yfirlit tölulegra upplýsinga um flesta þætti íslensks samfélags.
Af öðrum upplýsingum í Landshögum 2013 má m.a. nefna þessar:
- Þátttaka í alþingiskosningunum 2013 var 81,5%
- Hver landsmaður fór einu sinni á ári í leikhús
- Brautskráðir doktorar hafa aldrei verið fleiri
- Það dró úr atvinnuleysi á milli ára
- Friðland stækkaði verulega árið 2012
- Fiskafli jókst um 26% milli ára
Landshagir eru til sölu í öllum helstu bókaverslunum og kosta einungis 3.500 krónur. Bókin er einnig til sölu í afgreiðslu Hagstofu Íslands að Borgartúni 21a. Þá má panta ritið á vefnum, en einnig má nálgast efni Landshaga endurgjaldslaust á vef Hagstofu Íslands.
Landshagir 2013 – Útgáfa