FRÉTT ÝMISLEGT 29. OKTÓBER 2007

Helstu niðurstöður notendakönnunar sem Hagstofa Íslands stóð fyrir í febrúar 2007 meðal notenda opinberra hagtalna eru þær að almennt þótti notendum að hagtölur væru byggðar á traustum og skynsamlegum aðferðum. Algengast var að notendur nálguðust hagtölur af vef eða úr útgáfum Hagstofunnar og fannst um 85% svarenda auðvelt að nálgast hagtölur af vefnum. Verðlagstölur voru oftast notaðar en 24% svarenda notuðu þær vikulega eða oftar.

Könnunin var liður í jafningjamati (Peer Review) Hagstofu Evrópusambandsins á Hagstofu Íslands. Alls voru þátttakendur 106 og var svarshlutfall 61%.

Notendakönnun Hagstofu Íslands 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.