Hagstofan hefur gefið út nýtt efni á íslensku sem tengist heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun og er það aðgengilegt hér.

Um er að ræða tölfræðilegar upplýsingar sem sýna hvernig íslensku samfélagi miðar áfram við að ná heimsmarkmiðunum. Heimsmarkmiðin eru að auka velsæld, meðal annars með því að eyða fátækt, bæta heilsu, auka aðgerðir í umhverfismálum ásamt því að stuðla að friði og réttlæti.

Upplýsingar um stöðu Íslands má nú finna í 106 af 244 mælikvörðum Sameinuðu Þjóðanna. 11 nýir mælikvarðar hafa bæst við frá því síðan var fyrst gefin út í október síðastliðnum en þá var hún eingöngu á ensku.

Fátækt á Íslandi er lítil í alþjóðlegu samhengi en engu að síður eiga 8,8% Íslendinga það á hættu að búa við fátækt. Þetta hlutfall er 10,4% fyrir einstaklinga sem eru undir 18 ára aldri.

Á Hagstofunni verður áfram unnið að gagnaöflun fyrir þá mælikvarða sem enn vantar upp á, en þeir verða birtir jafnóðum og gögn berast.

Tölfræði heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun