Hagstofa Íslands hefur innleitt nýtt skipulag sem ætlað er að gera stofnunina betur í stakk búna til þess að mæta eftirspurn eftir aðgengilegum gögnum og upplýsingum.
Frá 1. nóvember skiptist Hagstofan í tvö svið eins og fram kemur í nýju skipuriti stofnunarinnar sem birt er hér fyrir neðan. Sviðin eru annars vegar hagtölur og hins vegar gögn og tækni. Undir svið hagtalna falla efnahagsmál, félagsmál og spár en undir svið gagna og tækni falla gagnaþjónusta, upplýsingatækni og stafræn þróun og gæða- og öryggismál.
Fjármál og rekstur, mannauður og samskipti og samstarf heyra beint undir hagstofustjóra.

Nánar um nýtt skipulag Hagstofunnar