Hafin er skráning í Greindu betur 2026 sem er landskeppni og undanfari Evrópsku tölfræðikeppninnar fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur.
Keppnin, sem er nú haldin í fimmta sinn, er þverfaglegt verkefni styrkt af Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Greindu betur er ætlað að veita unglingum á aldrinum 14 til 19 ára tækifæri til þess að efla hæfni sína í að nýta upplýsingar á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt og getu sína til þess að taka upplýstar ákvarðanir. Keppt er í tveimur aldursflokkum.
Keppendur vinna saman í 2–3 manna liðum við að leysa verkefni unnin úr gögnum Hagstofu Íslands. Sigurliðin í hvorum aldursflokki öðlast þátttökurétt í Evrópsku tölfræðikeppninni.
Skráning er opin til 13. janúar, kynntu þér málið á www.greindubetur.is
