FRÉTT ÝMISLEGT 09. MARS 2022

Starfsáætlun Hagstofu Íslands fyrir árið 2022 er komin út en henni er ætlað að veita notendum yfirsýn yfir breytingar og nýjungar í starfsemi stofnunarinnar sem hafa þann tilgang að bæta þjónustu og auka framboð hagtalna.

Verkefnin sem birtast í starfsáætluninni miðast við að innleiða áherslur í stefnu Hagstofunnar 2020–2025 og mikilvæga áfanga í nýrri tæknistefnu auk verkefna í þriggja ára áætlun sem fylgir fjárlögum í samræmi við lög um opinber fjármál. Einnig eru verkefni sem fram hafa komið á fundum með notendum um aukið framboð eða meira niðurbrot og verkefni sem stýrast af nýjum kröfum í alþjóðlegri hagskýrslugerð, einkum vegna hagskýrslusamstarfs Evrópu.

Það er von Hagstofunnar að starfsáætlunin veiti notendum og stjórnvöldum yfirsýn yfir helstu áherslur og nýjungar með skýrum og samandregnum hætti.

Starfsáætlun Hagstofu Íslands 2022

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.