FRÉTT ÝMISLEGT 20. JANÚAR 2025

Fram fór ítarleg úttekt á starfsemi Hagstofu Íslands á árinu 2023 þar sem lagt var mat á að hvaða marki meginreglur Evrópskrar hagskýrslugerðar voru uppfylltar af hálfu Hagstofunnar og annarra framleiðanda opinberra evrópskra hagtalna á Íslandi. Eru úttektir af þessu tagi gerðar reglulega innan Evrópska hagskýrslusamstarfsins.

Niðurstöður úttektarinnar lágu fyrir í skýrslu sem Hagstofan birti á vef sínum í desember 2023. Umbótaáætlun, byggð á niðurstöðum úttektarinnar, hefur nú verið sett saman og samþykkt, bæði af hálfu Hagstofunnar og af hálfu Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Umbæturnar byggja á þeim 17 ábendingum sem settar voru fram í niðurstöðum úttektarinnar og er þeim skipt niður í undirflokka með tímasettum markmiðum.

Hagstofan hefur þegar hafið vinnu við að undirbúa og innleiða þær umbætur sem settar eru fram í áætluninni en vinna við þær mun halda áfram næstu ár. Hagstofan nýtur liðsinnis Eurostat við að vinna að umbótunum og halda þá tímaáætlun sem sett hefur verið fram.

Umbótaáætlun Hagstofu Íslands

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.