FRÉTT ÝMISLEGT 01. OKTÓBER 2009

Hagstofa Íslands hugðist gefa út birtingaráætlun sína fyrir árið 2010 hinn 6. október næstkomandi. Útgáfunni hefur verið frestað til 12. nóvember.

Hagstofan hefur sem kunnugt er staðið frammi fyrir því vandasama verki að draga saman rekstrargjöld eins og aðrar stofnanir ríkisins. Breyttar rekstrarforsendur valda því að endurskoða þarf áætlanir og því reynist nauðsynlegt að fresta útgáfu birtingaráætlunar.

Útgáfa birtingaráætlunar er í samræmi við verklag við hagskýrslugerð sem mótast hefur á alþjóðavettvangi og tryggir jafnan aðgang að opinberum hagtölum.

Birtingaráætlun

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.