FRÉTT ÝMISLEGT 11. JANÚAR 2021

Nokkrir aðilar hafa haft samband við Hagstofuna vegna undarlegra tölvupósta sem þeir hafa fengið og líta við fyrstu sýn út fyrir að koma frá Hagstofunni.

Um er að ræða svikapóst sem ætlað er að komast yfir upplýsingar um lykilorð og persónuupplýsingar.

Verið er að tilkynna málið til lögreglu og netöryggissveitar CERTÍS.

Hér að neðan má sjá sýnishorn af þessum svikapósti.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.