Nokkrir aðilar hafa haft samband við Hagstofu Íslands vegna undarlegs tölvupósts sem þeir hafa fengið og lítur hann við fyrstu sýn út fyrir að koma frá stofnuninni.

Efnisheiti póstsins er „Hagstofan deilir skrá með þér“.

Þessi póstur er ekki frá Hagstofunni og eru móttakendur hvattir til þess að eyða póstinum strax og hvorki smella á tengla í honum né opna viðhengi sem fylgir honum.

Hér að neðan má sjá sýnishorn af viðhengi þessa svikapósts.