Leiðbeiningar / Talnagrunnur
Um API
Allar útgefnar hagtölur Hagstofu Íslands eru aðgengilegar með forritaskilum (API) þar sem hægt er að sækja talnaefni beint.
Athugið að gögnum með forritaskilum fylgja ítarlegri lýsigögn en gögnum sótt með PX-Web-fyrirspurnum.
Ekki þarf að skrá sig inn til að nota forritaskilin. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um þjónustuna. Einnig má styðjast við leiðbeiningar frá sænsku hagstofunni sem notar sama kerfi.
Þá má bæði nota R- og Python-forritunarmálin til að sækja gögn beint með forritaskilum.
• R-forritunarmál• Ýmis kóðadæmi sem norska hagstofan hefur tekið saman (á ensku).
API á vef Hagstofunnar
Fyrst þarf að velja úr töflunni það sem á að vera í API-fyrirspurninni, sjá leiðbeiningar um hvernig valið er úr töflum (px-töflum).
Þegar glugginn með niðurstöðunum kemur upp er API fyrir neðan gluggann/töfluna. Smellt er á API - Nota töfluna í eigin kerfum og birtist þá API þar fyrir neðan.
Hægt er að afrita slóðina inn í eigin kerfi til að nota þar eða smella á Vista API fyrirspurn (json).
Hægt er að breyta sniðinu á API-kallinu sem verið er að sækja.
Ef smellt er á tengilinn Frekari upplýsingar vísar hann á upplýsingar hjá sænsku hagstofunni sem útbjó þennan API. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á upplysingar@hagstofa.is fyrir frekari upplýsingar.
Hlaða niður hverri töflu
Hægt er að hlaða niður öllum gögnum úr px-töflu með einu kalli. Með þessu er verið að koma til móts við ábendingar notenda sem vinna á móti API Hagstofunnar og vilja ná í öll gögn í töflu í einu kalli.
En ef sótt er beint byrjar slóðin á: https://px.hagstofa.is/pxis/resources/px/databases...
Ef sótt er með API, byrjar slóðin á: https://px.hagstofa.is/pxis/api/v1/is...
Seinni hlutinn á báðum slóðum er svo vísun í viðkomandi töflu.
Dæmi:
Slóðin til að sækja px töflurnar beint:
https://px.hagstofa.is/pxis/resources/px/databases/Ibuar/fjolsk/Aettleidingar/MAN07501.px
Upprunalega slóðin úr API:
https://px.hagstofa.is/pxis/api/v1/is/Ibuar/fjolsk/Aettleidingar/MAN07501.px