Þegar töflur eru opnaðar birtist gluggi hliðstæður við þann sem sést hér fyrir neðan. Með því að smella á Dálkar er hægt að breyta um viðmót. Valmyndinni er þá breytt í dálka í stað lista (stundum getur þurft að smella tvisvar).

Leiðbeiningar um px mynd 1


Leiðbeiningar um px mynd 2


Haka verður við a.m.k. eitt gildi í dálkum sem merktir eru með *.

  1. Hægt er að velja öll gildin með því að smella á Velja allt. Til að hreinsa valið er smellt á Hreinsa allt.
  2. Hægt er að leita í textanum að tilteknu gildi. T.d. ef leitað er að 22 í töflunni hér að ofan er 22 ára valið. Sé hakað við Byrjun línu skilar leitin öllum orðum sem byrja á 22.
  3. Í sumum töflum er boðið upp á aðra flokkun en þá sem er í valglugganum. Þá er smellt á Velja flokkun og viðkomandi flokkun valin eins og t.d. 5 ára flokkun. Flokkunin birtist þá í glugganum fyrir neðan.
  4. Þegar búið er að velja úr töflunum er smellt á Áfram.

Leiðbeiningar um px mynd 3


  1. Um töflu: Hvenær taflan var síðast uppfærð, upplýsingar um einingar í töflunni og viðmiðunartímabil.
  2. Sýna niðurstöðu: Hægt að breyta um útlit á töflunni, fá niðurstöður í t.d. línuriti og raða eftir hæsta og lægsta gildi með Tafla - Raðað.
  3. Breyta og reikna: Hægt m.a. að snúa töflu handvirkt, leggja saman gildi, reikna %, eyða breytum og gildum og breyta fjölda aukastafa sem eru birtir.
  4. Vista niðurstöður sem: Hægt að vista töfluna á ýmsu formi, t.d. csv og json.
  5. Búa til fyrirspurn: Hægt að búa til fyrirspurnir til að nota og uppfæra sjálfvirkt.
  6. Stillingar töflu: Hægt að fela raðir með núllgildum eða punktum.
  7. Skýringar: Fyrir neðan töfluna birtast skýringar við töfluna ef þær eru til staðar.
  8. API: Nota töfluna í eigin kerfum.
  9. Stækka glugga: Hægt að stækka töfluna svo hún fylli út í skjáinn og festa heiti dálkanna svo auðveldara sé að skoða töfluna.