Skilmálar

Allar útgefnar hagtölur Hagstofu Íslands teljast til opinna gagna.

Allt útgefin efni á vef Hagstofu Íslands má endurnýta, afrita og deila áfram á hvaða sniði eða miðli sem er í hvaða tilgangi sem er svo lengi sem vísað er til Hagstofu Íslands sem höfundar í samræmi við afnotaleyfið Creative Commons Attribution 4.0 International (CC BY 4.0).

Leyfið nær ekki til ljósmynda sem birtar eru á vefsíðunni þar sem þær eru eign þriðja aðila.

Sé hagtölum frá Hagstofu Íslands á einhvern hátt umbreytt skal ekki vísa til Hagstofunnar sem heimildar fyrir þeim breytingum sem gerðar eru á gögnum.

Viðmið um notkun og skráningu heimilda má til dæmis finna hjá Ritveri Háskóla Íslands.


Talnagrunnur

Á vef Hagstofunnar er hægt að skoða töflur með ítarlegu talnaefni og tímaröðum, flokkaðar eftir efni. Efni er uppfært í tengslum við birtingar kl. 9 að morgni birtingardags, sjá nánar á birtingaráætlun.

Hagstofan miðlar öllum útgefnum hagtölum í talnagrunni með PX-Web-hugbúnaði sem var hannaður af sænsku hagstofunni til þess að miðla tölfræðilegum upplýsingum. Hugbúnaðurinn er meðal annars notaður af hinum norrænu hagstofunum.

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um notkun á PX-Web-hugbúnaðinum á vef Hagstofunnar:

Hvernig á að velja úr px-töflum?
Búa til fyrirspurn, t.d. gögn uppfærð beint inn í Excel
Um API

Opin gögn með forritaskilum (API)

Allar útgefnar hagtölur Hagstofu Íslands eru aðgengilegar með forritaskilum (API) þar sem hægt er að sækja talnaefni beint.

Athugið að gögnum með forritaskilum fylgja ítarlegri lýsigögn en gögnum sótt með PX-Web-fyrirspurnum.

Ekki þarf að skrá sig inn til að nota forritaskilin. Hér má finna leiðbeiningar á íslensku um þjónustuna. Einnig má styðjast við leiðbeiningar frá sænsku hagstofunni sem notar sama kerfi.

Þá má bæði nota R- og Python-forritunarmálin til að sækja gögn beint með forritaskilum.

R-tölfræðiforritið
• Ýmis kóðadæmi sem norska hagstofan hefur tekið saman (á ensku).