Tilraunatölfræði


Mannfjöldaspá

Samantekt

Mannfjöldaspá Hagstofunnar hefur að öllu jöfnu verið birt undir lok árs. Þær breytingar urðu hins vegar í mars 2024 að Hagstofan hefur endurbætt aðferð sína við útreikninga á mannfjölda. Hingað til hefur íbúafjöldi eingöngu byggt á skráningu lögheimilis í þjóðskrá. Ný aðferð byggir á breiðari grunni opinberra gagna; skattagögnum og nemendagögnum auk þjóðskrár til að fá nákvæmari tölur um mannfjölda á Íslandi sem raunverulega er búsettur í landinu. Voru eldri mannfjöldatölur leiðréttar um leið. Við það breyttust forsendur síðustu mannfjöldaspár og hafa notendur hennar verið mikið í mun að fá uppfærða spá útgefna, spá sem byggir á nýrri tímaröð mannfjöldatalna. Eins og staðan er er ekki búið að uppfæra allar tengdar mannfjöldatölur (eins og fæðingar, andlát, búferlaflutningar) og því er um að ræða tilraunatölfræði sem mikilvægt er að miðla til að uppfylla þörf notenda og til að fá endurgjöf þeirra á þessar tölur. Sú endurgjöf mun nýtast vel fyrir reglulega birtingu mannfjöldaspárinnar undir lok árs.

Lýsing

Hagstofan birtir mannfjöldaspá undir tilraunatölfræði sem byggð er á nýju mati á íbúafjölda en óloknum tímaröðum um fæðingar, andlát og búferlaflutningar.

Markmið

Að birta uppfærða mannfjöldaspá áður en regluleg spá er birt í lok árs.

Bráðabirgða mannfjöldaspá

Síðast uppfært: 28. maí 2024

Hagstofa Íslands birtir bráðabirgðatölur um mannfjöldaspá 2025-2074 byggt á nýjum metnum mannfjölda fyrir árin 2011-2024. Regluleg útgáfa mun fylgja í lok árs, þegar allar nauðsynlegar lýðfræðilegar tímaraðir verða aðgengilegar. Mannfjöldaspáin er sýnd á myndinni hér fyrir neðan og lýst með talnaefni í meðfylgjandi excel-skrá.



Talnaefni

Tilraunatölfræði: Bráðabirgða mannfjöldaspá 280524 (xlsx)


Lýsigögn

Ný aðferð við mat á íbúafjölda á Íslandi

Nýjasta aðferðafræði við mannfjöldaspá Hagstofu Íslands


Öllum eru heimil afnot af tilraunatölfræði Hagstofu Íslands. Vinsamlegast getið heimildar.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100. Netfang: upplysingar@hagstofa.is