Stjórnsýslugögn um fatlað fólk I Gæði gagna


  • Hagtíðindi
  • 10. júní 2024
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Útgáfa þessi fjallar um gæði gagna frá opinberum aðilum sem veita fötluðu fólki stuðning eða þjónustu. Skýrslan er gerð samkvæmt samningi Hagstofu Íslands við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið frá því í janúar 2023 og byggir á efni forkönnunar hennar sem þá lá fyrir. Í tengslum við manntalið 1. janúar 2021, sem var gert með rafrænum hætti út opinberum gögnum, var framkvæmd forkönnun en hlé varð að gera á henni til að sinna lögbundnum þáttum manntalsgerðarinnar. Niðurstöður skýrslunnar eru þær að þrátt fyrir ýmsa galla séu gögnin í heild tæk til hagskýrslugerðar og ættu að gefa tiltölulega góða mynd af stöðu fatlaðs fólks sem nýtur stuðnings, aðstoðar eða þjónustu opinberra aðila. Með því að tengja niðurstöðurnar við önnur gögn, ekki síst manntalsgögn, ætti að fást skýrari mynd af stöðu fatlaðs fólks í samanburði við aðra landsmenn..

Til baka