Stjórnsýslugögn um fatlað fólk II Hagskýrslur


  • Hagtíðindi
  • 04. júlí 2024
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Skýrsla þessi er tekin saman í framhaldi af samningi Hagstofunnar og félags- og vinnumarkaðs-ráðuneytisins frá 10. janúar 2023 um könnun á því hvort hægt sé að vinna opinberar hagtölur um fólk með fötlun og hagi þeirra. Þeirri spurningu var svarað í meginatriðum í fyrri skýrslu sem gefin var út 7. júní 2024, „Stjórnsýslugögn um fatlað fólk I: Gæði gagna.“ Í samningnum var einnig kveðið á um að athuga ætti nýtingu annarra gagna, t.d. úr úrtaksrannsóknum, til að varpa ljósi á hagi fatlaðs fólks. Enn fremur hvernig tryggja mætti reglulegar birtingar og frekari útvíkkun verkefnisins. Þessari skýrslu er ætlað að varpa ljósi á sjálfa hagtölugerðina. Gerð er grein fyrir helstu mælingum í úrtaksrannsóknum, stjórnsýslugögnum og hagtölu- grunnum Hagstofunnar sem nýta má til að fjalla um fatlað fólk.

Til baka