Félagsþjónusta sveitarfélaga 2008-2010


  • Hagtíðindi
  • 27. maí 2011
  • ISSN: 1670-4681

  • Skoða PDF
Árið 2010 fengu 6.910 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 916 (15,3%) frá árinu áður og um 1.881 (37,4%) frá 2008. Fjölmennasti hópurinn árið 2010 sem fékk fjárhagsaðstoð var sem fyrr einstæðir barnlausir karlar (43,6% heimila) og einstæðar konur með börn (27,1% heimila). Á heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2010 bjuggu 11.468 einstaklingar eða 3,6% þjóðarinnar, þar af voru 3.974 börn (17 ára og yngri) eða 5% barna á þeim aldri.

Til baka