- Hagtíðindi
- 01. nóvember 2013
- ISSN: 1670-4681
-
Skoða PDF
Árið 2012 fengu 7.736 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og fjölgaði um 21 heimili (0,3%) frá árinu áður. Þetta er viðsnúningur frá fyrri árum, en frá árinu 2007 til ársins 2011 fjölgaði heimilum sem fengu fjárhagsaðstoð að jafnaði um 860 á ári. Fjölmennustu hóparnir árið 2012 sem fengu fjárhagsaðstoð voru sem fyrr einstæðir barnlausir karlar (43,0% heimila) og einstæðar konur með börn (27,1% heimila). Árið 2012 var tæplega helmingur (48,3%) viðtakenda fjárhagsaðstoðar atvinnulaus og af þeim tæplega tveir þriðju án bótaréttar.