Konur og karlar í áhrifastöðum 2008


  • Hagtíðindi
  • 23. janúar 2009
  • ISSN: 1670-4681

  • Skoða PDF
Karlar eru við stjórnvölinn í mun ríkara mæli en konur. Hlutur kvenna fer þó vaxandi í ýmsum áhrifastöðum en stendur í stað eða minnkar í öðrum. Kynjaskipting stjórnenda og embættismanna í heild var næstum sú sama árið 2007 og tímabilið 1991–1995, 29% þeirra voru konur og 71% karlar. Kynjaskipting meðal stjórnarformanna og stjórnarmanna fyrirtækja var óbreytt árin 1999–2007, en konur voru þar rúmur fimmtungur. Hlutfall kvenna af framkvæmdastjórum hækkaði úr 15% í 19% á sama tíma. Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnum samtaka atvinnulífsins og í stjórnum helstu fyrirtækja á markaði.

Til baka