- Hagtíðindi
- 15. janúar 2007
- ISSN: 1670-4681
-
Skoða PDF
Árið 2004 var rúmlega 207 milljörðum króna varið til félagsverndar á Íslandi. Útgjöldin það ár námu 22,6% af vergri landsframleiðslu en árið 1994 var þetta hlutfall 18,0%. Veigamesti málaflokkur félagsverndar hérlendis er heilbrigðismál og skapar það talsverða sérstöðu fyrir Ísland í evrópskum samanburði.