Ferðaþjónustureikningar 2000-2006


  • Hagtíðindi
  • 10. október 2008
  • ISSN: 1670-4584

  • Skoða PDF
Hagstofa Íslands birtir nú í fyrsta sinn ferðaþjónustureikninga fyrir Ísland samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Niðurstöður þessara reikninga sýna meðal annars að árin 2000-2006 var hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu að meðaltali 4,6%. Árið 2006 námu heildarkaup á ferðaþjónustu innanlands tæplega 135 milljörðum króna, eða sem svarar 11,5% af landsframleiðslu. Kaupin skiptust þannig að kaup erlendra ferðamanna voru 70,6 milljarðar króna eða 6% af landsframleiðslu, neysla heimilanna var um 56 milljarðar eða 4,8% af landsframleiðslu og kaup fyrirtækja og opinberra aðila voru 8,2 milljarðar króna eða 0,7% af landsframleiðslu.

Til baka