Ferðaþjónustureikningar 2000-2008


  • Hagtíðindi
  • 30. nóvember 2010
  • ISSN: 1670-4584

  • Skoða PDF
Hlutur ferðaþjónustu í vergri landsframleiðslu var 4,6% á árinu 2008. Heildarumsvif fyrirtækja í ferðaþjónustu námu ríflega 209 milljörðum króna sama ár eða sem svarar um 14% af vergri landsframleiðslu og er þá búið að áætla fyrir umsvifum íslenskra ferða- og flugþjónustufyrirtækja vegna starfsemi utanlands. Heildarferðaneysla innanlands á árinu 2008 var rúmlega 171 milljarður króna eða sem svarar rúmlega 11,5% af vergri landsframleiðslu. (Leiðrétt útgáfa 21. febrúar 2011.)

Til baka