- Hagtíðindi
- 07. maí 2008
- ISSN: 1670-4584
-
Skoða PDF
Heildarfjöldi gistinátta var 2,6 milljónir árið 2007 sem er um 7,6% aukning frá fyrra ári. Gistinóttum fjölgaði frá árinu 2006 á hótelum og gistiheimilum um 10,9%, 10,6% á farfuglaheimilum og 1,0% á tjaldsvæðum. Aukningin var hlutfallslega mest á Vesturlandi og nam 17%. Á Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum um 13,7%, á höfuðborgarsvæðinu um 12,4%, á Suðurlandi um 5,2%, á Suðurnesjum um 4% og á Austfjörðum um 1,7%. Fækkun gistinátta á Norðurlandi eystra var um 1,3% og á Norðurlandi vestra um 0,1%.