- Hagtíðindi
- 27. febrúar 2009
- ISSN: 1670-4584
-
Skoða PDF
Heildarfjöldi gistinátta var 2,7 milljónir árið 2008 sem er um 2,7% aukning frá fyrra ári. Gistinóttum á tjaldsvæðum fjölgaði um 8.9% frá árinu 2007, farfuglaheimilum um 6,7% og á hótelum og gistiheimilum um 2,7%. Gistinóttum fækkaði um 4% á svefnpokagististöðum og um 1,3% í orlofshúsabyggðum. Gistinætur í skálum í óbyggðum voru svipaðar á milli ára. Aukningin var hlutfallslega mest á Vestfjörðum og nam 16,4%.
Hér er um að ræða leiðrétta útgáfu af heftinu frá 10. mars 2009.