Gistiskýrslur 2009


  • Hagtíðindi
  • 12. mars 2010
  • ISSN: 1670-4584

  • Skoða PDF
Heildarfjöldi gistinátta var 2,9 milljónir árið 2009, en það er um 6,6% aukning frá fyrra ári. Gistinóttum fjölgaði á öllum tegundum gististaða nema hótelum og gistiheimilum. Þeim fjölgaði mest á Suðurlandi, um 20%, á Vestfjörðum um 17,6%, á Norðurlandi vestra um 17,3% og á Austurlandi um 7,8%. Gistinóttum fjölgaði um 7% á Norðurlandi eystra og Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi var fjöldi gistinátta svipaður á milli ára.

Til baka