- Hagtíðindi
- 30. mars 2007
- ISSN: 1670-4665
-
Skoða PDF
Tekjuafkoma hins opinbera hefur sveiflast verulega á tímabilinu 1998 til 2006. Hún var jákvæð um 5,3% af landsframleiðslu 2006 sem er svipað hlutfall og 2005. Í upphafi tímabilsins var hún hins vegar neikvæð um 0,4% af landsframleiðslu og 2003 var hún slökust eða neikvæð um 2,8% af landsframleiðslu. Tekjur hins opinbera mældust 46,7% af landsframleiðslu 2006, en það hlutfall var 47,7% 2005.