Fjármál hins opinbera 2007, bráðabirgðauppgjör


  • Hagtíðindi
  • 17. mars 2008
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um tæplega 67 milljarða króna árið 2007, eða 5,2% af landsframleiðslu og 10,8% af tekjum. Til samanburðar var tekjuafkoman jákvæð um 6,3% af landsframleiðslu 2006 og 4,9% árið 2005. Þessi hagstæða tekjuafkoma stafar fyrst og fremst af miklum tekjuafgangi ríkissjóðs, sem nam 4,2% af landsframleiðslu árið 2007 og 5,3% árið 2006. Fjárhagur sveitarfélaganna hefur einnig snúist til betri vegar síðustu þrjú árin, enda þótt hann sé afar misjafn. Árið 2007 nam tekjuafgangur þeirra um 6 milljörðum króna, eða 0,5% af landsframleiðslu, og árið 2006 um 4 milljörðum króna, eða 0,3% af landsframleiðslu.

Til baka