Fjármál hins opinbera 2008, bráðabirgðauppgjör


  • Hagtíðindi
  • 10. mars 2009
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um ríflega 17 milljarða króna árið 2008, eða 1,2% af landsframleiðslu og 2,7% af tekjum. Til samanburðar var tekjuafkoman jákvæð um 5,4% af landsframleiðslu 2007 og 6,3% árið 2006. Þessi skarpi viðsnúningur á fyrst og fremst rætur að rekja til minni tekna hins opinbera, en skatttekjur drógust lítillega saman milli ára í krónum talið á sama tíma og útgjöldin jukust um rúmlega 18%.

Til baka