Fjármál hins opinbera 2009, bráðabirgðauppgjör


  • Hagtíðindi
  • 08. mars 2010
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 137 milljarða króna árið 2009, eða sem nemur 9,1% af landsframleiðslu og 21,5% af tekjum þess. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 13,6% af landsframleiðslu 2008 en jákvæð um 5,4% árið 2007. Án 192 milljarða króna skuldayfirtöku ríkissjóðs var tekjuhalli hins opinbera 8 milljarðar króna 2008 eða 0,6% af landsframleiðslu. Þessi óhagstæða þróun á árinu 2009 skýrist meðal annars af 31 milljarðs króna minni skatttekjum en árið áður á sama tíma og vaxtagjöldin jukust um ríflega 52 milljarða króna og félagslegar tilfærslur til heimila um 33 milljarða króna meðal annars vegna aukins atvinnuleysis.

Til baka