Fjármál hins opinbera 2011


  • Hagtíðindi
  • 10. september 2012
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 88,5 milljarða króna árið 2011 eða 5,4% af landsframleiðslu. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 155 milljarða króna árið 2010 eða 10% af landsframleiðslu. Án áfallinna ríkisábyrgða vegna banka og lánasjóða var tekjuhallinn 69 milljarðar króna 2011 og 99 milljarðar króna 2010 eða 6,5% af landsframleiðslu. Tekjur hins opinbera námu 681 milljarði króna og hækkuðu um 43,6 milljarða króna milli ára eða 6,8%. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 41,9% samanborið við 41,5% 2010 og 41,0% 2009.

Til baka