Fjármál hins opinbera 2015 — endurskoðun


  • Hagtíðindi
  • 13. september 2016
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 18,5 milljarða króna árið 2015 eða sem nemur 0,8% af landsframleiðslu. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 1,2 milljarða króna árið 2014 eða 0,1% af landsframleiðslu. Tekjur hins opinbera námu 931,0 milljörðum króna og jukust um 2,6% milli ára. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 42,1%. Útgjöld hins opinbera voru 949,5 milljarðar króna og jukust um 4,5% en hlutfall þeirra af landsframleiðslu var 42,9%.

Til baka