- Hagtíðindi
- 13. desember 2018
- ISSN: 1670-4770
-
Skoða PDF
Tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um 13,9 milljarða króna árið 2017 eða sem nemur 0,5% af landsframleiðslu. Til samanburðar var tekjuafkoman jákvæð um 309,6 milljarða króna árið 2016 eða 12,4% af landsframleiðslu. Góð afkoma árið 2016 skýrist öðru fremur af 384,2 milljarða króna stöðugleikaframlagi frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja. Tekjur hins opinbera námu 1.146,5 milljörðum króna árið 2017. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 43,8%. Útgjöld hins opinbera voru 1.132,6 milljarðar króna á árinu 2017 og jukust um 2,2% en hlutfall þeirra af landsframleiðslu var 43,3%.