- Hagtíðindi
- 10. júní 2016
- ISSN: 1670-4770
-
Skoða PDF
Tekjuafkoma hins opinbera reyndist jákvæð um 369,7 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2016, en á sama tíma árið 2015 var hún var neikvæð um 10,2 milljarða króna. Þessi góða afkoma skýrist af stöðugleikaframlagi frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja. Tekjuafgangurinn nam 67,6% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 60,3% af tekjum hins opinbera. Án stöðugleikaframlagsins hefði tekjuafkoman verið neikvæð um 14,6 milljarða króna eða 2,7% af landsframleiðslu.