- Hagtíðindi
- 15. desember 2008
- ISSN: 1670-4665
-
Skoða PDF
Á 3. ársfjórðungi 2008 varð tekjuafkoma hins opinbera lakari en nokkru sinni frá því að Hagstofan hóf skýrslugerð af þessu tagi í ársbyrjun 2004. Nam tekjuhalli hins opinbera á þessum ársfjórðungi 15 milljörðum króna samanborið við um 17 milljarða króna tekjuafgang á sama tíma 2007. Sem hlutfall af landsframleiðslu var tekjuhallinn 1,1% og sem hlutfall af tekjum hins opinbera 9,7%. Á fyrstu níu mánuðum ársins varð tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 2,2 milljarða króna, sem samsvarar 0,2% af landsframleiðslu, en á sama tíma 2007 var tekjuafkoman hins vegar jákvæð um rúmlega 51 milljarð króna, eða 4% af landsframleiðslu.