Fjármál hins opinbera á 3. ársfjórðungi 2010


Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 26 milljarða króna á 3. ársfjórðungi 2010 eða sem nemur 6,6% áætlaðri landsframleiðslu ársfjórðungsins og 15,8% af tekjum þess. Á sama tíma 2009 var tekjuafkoman neikvæð um tæplega 38 milljarða króna eða 9,8% af landsframleiðslu. Fyrstu níu mánuði 2010 reyndist tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 76 milljarða króna eða 6,7% af landsframleiðslu þessa tímabils, en til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um ríflega 106 milljarða króna á sama tíma 2009 eða 9,6% af landsframleiðslu.

Til baka