Fjármál hins opinbera á 3. ársfjórðungi 2011


  • Hagtíðindi
  • 08. desember 2011
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 19 milljarða króna á 3. ársfjórðungi 2011 eða sem nemur 4,6% af áætlaðri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Það er heldur hagstæðari niðurstaða en árið 2010 er hún var 5,2% af landsframleiðslu. Fyrstu níu mánuði ársins reyndist tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 56 milljarða króna eða 4,7% af landsframleiðslu þessa tímabils, en til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 68 milljarða króna á sama tíma 2010, 5,9% af landsframleiðslu.

Til baka