Fjármál hins opinbera á 3. ársfjórðungi 2016


  • Hagtíðindi
  • 09. desember 2016
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2016. Það er mun betri niðurstaða en á sama tíma 2015 þegar afkoman var neikvæð um 9,0 milljarða króna. Tekjuafgangurinn nam 0,4% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 1,0% af tekjum hins opinbera. Fyrstu níu mánuði ársins nam afgangurinn 378,4 milljörðum eða 33,8% af tekjum tímabilsins. Tekjur af stöðugleikaframlagi upp á 384,3 milljarða króna eru meðtaldar á 1. ársfjórðungi 2016.

Til baka