Fjármál hins opinbera á 4. ársfjórðungi 2007


  • Hagtíðindi
  • 14. mars 2008
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Á 4. ársfjórðungi 2007 nam tekjuafgangur hins opinbera 17,8 milljörðum króna samanborið við 23,7 milljarða króna á sama tíma 2006. Sem hlutfall af landsframleiðslu var tekjuafgangurinn 1,4% og sem hlutfall af tekjum hins opinbera 11,2%. Á árinu sem heild nam tekjuafgangurinn 66,6 milljörðum króna eða 5,2% af landsframleiðslu og 10,8% af tekjum. Til samanburðar var tekjuafgangur hins opinbera 2006 73,8 milljarðar króna eða 6,3% af landsframleiðslu og 13,2% af tekjum.

Til baka