Fjármál hins opinbera á 4. ársfjórðungi 2009


  • Hagtíðindi
  • 08. mars 2010
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Hið opinbera var rekið með 43,5 milljarða króna tekjuhalla á 4. ársfjórðungi 2009 en 14 milljarða króna á sama tíma 2008 (án 192 milljarða skuldaryfirtöku ríkissjóðs). Þar af nam tekjuhalli ríkissjóðs og almannatrygginga 38,9 milljörðum króna og tekjuhalli sveitarfélaganna 4,6 milljörðum. Á sama tíma 2008 var tekjuhalli ríkissjóðs og almannatrygginga 11,3 milljarðar án skuldaryfirtöku og tekjuhalli sveitarfélaga 2,8 milljarðar króna. Hin óhagstæða þróun í fjármálum hins opinbera milli ársfjórðunganna skýrist fyrst og fremst af auknum útgjöldum vegna mikillar skuldsetningar og atvinnuleysis.

Til baka