Fjármál hins opinbera á 4. ársfjórðungi 2010


  • Hagtíðindi
  • 09. mars 2011
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 54 milljarða króna á 4. ársfjórðungi 2010 eða sem nemur 13,8% af áætlaðri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Á sama tíma 2009 var tekjuafkoman neikvæð um 43 milljarða króna eða 11,2% af landsframleiðslu. Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 120 milljarða króna árið 2010 eða 7,8% af landsframleiðslu, en til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 149 milljarða króna árið 2009 eða 10,0% af landsframleiðslu. [Athugið: Hér er um leiðrétta útgáfa af heftinu að ræða frá 17. mars 2011.]

Til baka