Fjármál hins opinbera á 4. ársfjórðungi 2012


  • Hagtíðindi
  • 12. mars 2013
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Tekjuafkoma hins opinbera reyndist neikvæð um 33,5 milljarða króna á 4. ársfjórðungi 2012 eða sem nemur tæpum 8% af áætlaðri landsframleiðslu ársfjórðungsins og nær 18% af tekjum hins opinbera. Þetta má bera saman við um 47 milljarða neikvæða afkomu á sama tíma árið 2011. Í heild varð tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 58,5 milljarða króna árið 2012 eða sem svarar 3,4% af landsframleiðslu. Árið 2011 var tekjuafkoman hins vegar neikvæð um 91,1 milljarð króna eða 5,6% af landsframleiðslu.

Til baka