- Hagtíðindi
- 18. apríl 2011
- ISSN: 1670-4509
-
Skoða PDF
Árið 2008 var hlutfall launa 81,3% af heildarlaunakostnaði á móti 18,7% hlutfalli annars launakostnaðar en launa. Launagreiðendur bera ýmsan annan launakostnað en beinar launagreiðslur til starfsmanna sinna. Árið 2008 var stærstur hluti þessa kostnaðar vegna mótframlags launagreiðenda í lífeyris- og séreignarsjóði eða 9,8% af heildarlaunakostnaði. Þá hefur samsetning heildarlaunakostnaðar á Íslandi tekið nokkrum breytingum frá árinu 2000 þar sem hlutfall annars launakostnaðar en launa hefur vaxið nokkuð umfram þátt launa af heildarlaunakostnaði.