- Hagtíðindi
- 09. maí 2014
- ISSN: 1670-4681
-
Skoða PDF
Íslendingar telja heilsufar sitt almennt gott, en Ísland var í sjötta sæti Evrópuþjóða við mat á eigin heilsufari. Fleiri íslenskir karlar en konur telja að þeir búi við góða heilsu. Íslendingar telja tannlæknisþjónustu dýra miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Ísland var í fjórða sæti Evrópuþjóða eftir því hversu margir slepptu því að fara til tannlæknis sökum kostnaðar en þurftu eigi að síður á slíkri þjónustu að halda.