Stofnanaþjónusta og dagvistir aldraðra 2001-2006


  • Hagtíðindi
  • 15. febrúar 2008
  • ISSN: 1670-4681

  • Skoða PDF
Frá árinu 1993 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga hjá þeim rekstraraðilum sem heilbrigðisráðuneytið veitir árlega heimildir fyrir vistrými fyrir aldraða og dagvistun þeirra. Árið 2006 voru 92 stofnanir með slíkar heimildir. Þrjár fjórðu þeirra, eða 68, voru reknar af ríki og sveitarfélögum, 18 (19,6%) voru sjálfseignarstofnanir og 6 (6,5%) á vegum einkaaðila. Í desember árið 2006 voru vistrými alls 3.458, þar af voru hjúkrunarrými 2.138, eða 61,8% vistrýma. Á tímabilinu 2001 til 2006 fjölgaði vistrýmum um 232 (7,2%). Breyting á tímabilinu fólst í aukningu hjúkrunarrýma á dvalar- og/eða hjúkrunarheimilum á kostnað dvalarrýma. Í desember árið 2006 voru 485 dagvistarrými á landinu. Frá árinu 2001 hafði þeim fjölgaði um 123, eða um 34%.

Til baka