Verðmæti seldra framleiðsluvara 2007


  • Hagtíðindi
  • 01. júlí 2008
  • ISSN: 1670-4568

  • Skoða PDF
Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2007 var 396 milljarðar króna sem er aukning um tæpa 40 milljarða króna frá árinu 2006 og 9,3% aukning að raungildi. Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2007 án fiskvinnslu var 281 milljarður króna en var 242 milljarðar króna árið 2006, en það er aukning um rúma 39 milljarða króna milli ára. Í 13 atvinnugreinum af 17 jókst verðmæti seldra framleiðsluvara.

Til baka