Vísitala byggingarkostnaðar á nýjum grunni


  • Hagtíðindi
  • 08. febrúar 2010
  • ISSN: 1670-5718

  • Skoða PDF
Vísitala byggingarkostnaðar var birt á nýjum grunni hinn 21. janúar 2010. Nýtt vísitöluhús liggur til grundvallar, einnig hafa verið gerðar smávægilegar breytingar á samsetningu byggingarvísitölunnar í samræmi við leiðbeiningar hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Mæling á vinnuliðum breytist og byggist nú á launarannsókn Hagstofu Íslands í stað þess að fylgja töxtum úr opinberum kjarasamningum.

Til baka