Alþingiskosningar 12. maí 2007


  • Hagtíðindi
  • 15. janúar 2008
  • ISSN: 16704746

  • Skoða PDF
Kosið var til Alþingis 12. maí 2007. Við kosningarnar voru alls 221.330 á kjörskrá, eða 71,1% landsmanna. Af þeim greiddu 185.071 atkvæði, eða 83,6% kjósenda. Kosningaþátttaka kvenna var meiri en karla, eða 83,9% á móti 83,3% hjá körlum. Í kosningunum buðu sex stjórnmálasamtök fram lista í öllum kjördæmum. Af 756 frambjóðendum á landinu öllu voru 399 karlar (52,8%) og 357 konur (47,2%). Í þremur efstu sætum framboðslistanna var hlutfall kvenna lægra, eða 43,5%, og enn lægra meðal kjörinna þingmanna, eða 31,7%, en kjörnar voru 20 konur og 43 karlar. Fjölgaði um eina konu á þingi frá kosningunum 2003.

Til baka